Stefnan byggist á þeirri grundvallarforsendu að allir einstaklingar eigi rétt á að lifa heilbrigðu og innihaldsríku lífi án áhrifa tóbaks, áfengis og annarra vímuefna. Góð heilsa og almenn vellíðan er ekki aðeins markmið í sjálfu sér, heldur forsenda þess að fólk geti notið lífsins til fulls, þroskast og náð sínum persónulegu markmiðum.