Allir opinberir viðburðir sem haldnir eru í húsnæði sveitarfélagsins, þar með talið skemmtanir og dansleikir, skulu vera án tóbaks, áfengis og annarra vímuefna. Undantekning er einungis gerð þegar viðburðir eru skipulagðir sérstaklega fyrir 18 ára og eldri (miðað við fæðingarár). Í slíkum tilfellum skal fylgja öllum viðeigandi lögum um vínveitingasölu og öryggi gesta. Um viðburði sem tengjast tónleikum, leiksýningum o.þ.h. gildir þó 5.gr. II. kafla laga nr. 85/2007.